12 Jan 2023

Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar nýjar, grænar höfuðstöðvar Landsbankans

Norræni fjárfestingarbankinn hefur undirritað 40 milljóna Bandaríkjadala (38 milljónir evra) lánasamning til 15 ára við Landsbankann vegna langtímafjármögnunar á nýbyggingu bankans við Austurbakka í Reykjavík sem stefnt er að fái umhverfisvottunina BREEAM Excellent.

Lánið er í tengslum við langtíma fjármögnun nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn í miðborg Reykjavíkur. Bygging þeirra hefur staðið yfir frá því snemma árs 2019 og búist er við að bankinn taki húsið í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2023.

Byggingin mun hafa umhverfisvottun og búist er við að hún nái framúrskarandi einkunn (e. Excellent) samkvæmt alþjóðlegu BREEAM-vottuninni. Lánið fellur undir fjármögnunarramma tengdum umhverfisskuldabréfum Norræna fjárfestingarbankans.

Byggingin er alls 16.500 fermetrar á stærð og þar af munu 10.000 fermetrar hýsa starfsemi Landsbankans. Nýju höfuðstöðvarnar gera Landsbankanum kleift að sameina miðlægan rekstur sinn undir einu þaki. Byggingin er nútímaleg og býður upp á sveigjanlega og opna vinnuaðstöðu sem styður við nýjar starfsaðferðir og nánara samstarf innan bankans.

Frá árinu 2015 hafa Norræni fjárfestingarbankinn og Landsbankinn unnið saman að þremur vel heppnuðum lánaverkefnum til að veita fjármögnun til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi og til umhverfisverkefna.

Landsbankinn hf. er stærsti viðskiptabankinn á Íslandi. Hann var stofnaður árið 2008 en saga hans nær aftur til ársins 1886. Ríkissjóður Íslands meirihlutaeign í bankanum.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn er með hæstu mögulegu lánshæfiseinkunninna, AAA/Aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjunum Standard & Poor’s og Moody’s. www.nib.int 

Nánari upplýsingar veita:

Joakim Häger, Banker, Financial Institutions, í síma +358 10 618 0439, joakim.hager@nib.int

Iiris Anttalainen, Associate Communications Officer, í síma +358 10 618 0258, iiris.anttalainen@nib.int

Related resources

30 Dec 2022

Landsbankinn hf.

EUR 38 million