Image: Össur hf

Image: Össur hf

7 Jan 2020

NIB fjármagnar rannsóknir og þróun á stoðtækjum

NIB og Össur hf. (Össur), alþjóðlegt heilbrigðisfyrirtæki sem þróar og framleiðir stoðtæki, hafa skrifað undir 50 milljón evra lán til að fjármagna rannsóknar- og þróunaráætlun fyrirtækisins árin 2020-2023.

Össur þróar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. Höfuðáhersla rannsóknaráætlunar fyrirtækisins lýtur að hönnun nýrra vara og endurbótum á núverandi lausnum.

Á hverju ári missa yfir 200.000 einstaklingar í hinum vestræna heimi útlim. Össur þróar gervifætur, -hné og -hendur sem stýrt er af örgjörva og miða að því að auka lífsgæði og öryggi fyrir notendur.

„Stoðtækjalausnir sem stýrðar eru af örgjörva eru byltingarkenndar framfarir í stoðtækjageiranum og bæta lífsgæði fólks svo um munar. Fjárfestingin eflir rannsóknir á þessu sviði og stuðlar að hönnun nýrra vara“, segir Henrik Normann, forseti og framkvæmdastjóri NIB.

Össur er leiðandi fyrirtæki á sviði stoðtækja og er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið er með starfsemi í 26 löndum og hjá því starfa meira en 3.700 manns um allan heim. Össur er skráð á Nasdaq Copenhagen.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. NIB er með hæsta mögulega lánshæfismatið, AAA/Aaa, hjá leiðandi lánshæfismatsstofnununum Standard & Poor’s og Moody’s.

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við

hr. Nicolas Audibert, framkvæmdastjóra, forstöðumann iðnaðar & þjónustu, í síma +358 10 618 0689, nicolas.audibert@nib.int

Lisa-Maria Altenberger, samskiptasviði, í +358 10 618 0234, lisa-maria.altenberger@nib.int