5 Oct 2018

Norræni fjárfestingarbankinn og Landsbankinn halda áfram að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi

Norræni fjárfestingarbankinn og Landsbankinn hafa skrifað undir lánasamning til að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki og umhverfistengd verkefni á Íslandi.

Með þessum 75 milljóna Bandaríkjadala (8,5 milljarðar króna) samningi er ætlunin að ná til fyrirtækja í sem flestum greinum atvinnulífsins, þar á meðal í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Samningnum, sem er til 7 ára, er ætlað að auka aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að lánsfjármagni og greiða þannig fyrir framleiðniaukningu á Íslandi.

Þetta er þriðji samningurinn sem Norræni fjárfestingarbankinn gerir við Landsbankann, fyrri samningar voru gerðir árin 2015 og 2017 og hefur það fé allt verið endurlánað til verkefna sem samræmast þeirri stefnu Norræna Fjárfestingabankans að auka framleiðni og bæta umhverfið í aðildarríkjum bankans.

„Samstarf Norræna fjárfestingarbankans og Landsbankans hefur reynst afar farsælt. Í samstarfi við Landsbankann getum við náð til fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi með langtímafjármögnun í Bandaríkjadölum,“ segir Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans.

„Samstarfið við NIB er afar árangursríkt fyrir Landsbankann. Með því fáum við í senn bætt lánskjör og getum betur stutt við sjálfbæran og stöðugan vöxt íslenskra fyrirtækja.,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, forstjóri Landsbankans.

Landsbankinn sem er stærsti viðskiptabankinn á Íslandi, var stofnaður árið 2008 og er að meirihluta í eigu ríkissjóðs Íslands.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarlanda: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar bæði til opinberra- sem og verkefna í einkageiranum jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn fær hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, AAA/Aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjum, Standard & Poor’s og Moody’s.

Frekari upplýsingar má fá hjá
Sari Cabell, sérfræðingur á lánasviði, í síma +358 10 618 0519, sari.cabell@nib.int
Arild Moen, sérfræðingur á samskiptasviði, í síma +358 10 618 0496, arild.moen@nib.int

Vefsvæði: www.nib.int
Fylgdu okkur á Twitter: @NIB