2 Mar 2016

Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar aukið raforkuöryggi á Íslandi

Foto: RARIK ohf.

Norræni fjárfestingarbankinn og íslenska orkufyrirtækið RARIK ohf.semja um lán til 15 ára til að fjármagna lagningu jarðstrengja í stað háspennuloftlína til að auka afhendingaröryggi.

Með 25 milljóna evra láni er fjármögnun tryggð fyrir lagningu jarðstrengja sem koma í stað um 1450 kílómetra af háspennuloftlínum. Framkvæmdum við þennan áfanga á að ljúka árið 2020 og RARIK áætlar að heildarkostnaður verði 50,1 milljón evra.

Unnið hefur verið að verkefninu á undanförnum árum og er ætlunin með því að draga úr truflunum og rafmagnsleysi vegna erfiðra veðurskilyrða, svo sem hvassviðris og ísingar. Með þessum aðgerðum stefnir RARIK einnig að því að auka skilvirkni og framleiðni með því að draga úr viðhaldsþörf og straumleysi vegna tjóna af völdum veðurskilyrða.

RARIK hefur þegar lagt 4700 km af loftlínum í jörð, eða 54% af dreifikerfi sínu. Þá verða eftir um 2.800 km í loftlínukerfi RARIK, en fyrirtækið hefur ákveðið að endurnýja allt dreifikerfi sitt með jarðstrengjum og ljúka því um 2035.

Orkufyrirtækið RARIK ohf. þjónar svæði utan Stór-Reykjavíkursvæðisins og dreifir um þriðjungi allrar almennrar orku á Íslandi. Árið 2015 dreifði RARIK rafmagni til 41.400 viðskiptavina sinna alls 1.328 GWh af raforku. Fyrirtækið rekur einnig sjálfstætt orkusölufyrirtæki sem annast sölu og framleiðslu á raforku. Raforkuframleiðslan er um 260 GWh árlega.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn fær hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, AAA/Aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjunum Standard & Poor’s og Moody’s.

Frekari upplýsingar veita
Sami Loukkola, útlánastjóri á lánasviði, í síma +358 50 311 3698,

Lisa-Maria Altenberger, Communications unit, í síma +358 10 618 0234,  

Related resources

02 Mar 2016

RARIK ohf

EUR 25 million