Norræni fjárfestingarbankinn og Byggðastofnun semja um lánafyrirgreiðslu fyrir smá og meðalstór fyrirtæki á Íslandi
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) og Byggðastofnun setja á stofn nýjalánafyrirgreiðslu að andvirði 12 milljóna evra til tíu ára fyrir smá og meðalstór fyrirtæki í dreifbýli Íslands.
Fjármögnunin verður notuð í rannsóknir og þróun, efnislegar fjárfestingar, t.d. í vélum og búnaði, upplýsinga- og fjarskiptatækni, fjárfestingar í innviðum ferðaþjónustu, smáiðnað, fiskiskip og landbúnað utan höfuðborgarsvæðisins.
„Mikill meirihluti þeirra íbúa aðildarlanda bankans sem taka virkan þátt í atvinnulífinu starfa hjá smáum eða meðalstórum fyrirtækjum. Við vonum að þetta nýja úrræði styðji við byggðaþróun víðsvegar á Íslandi, enda er það í samræmi við stefnu bæði Byggðastofnunar og bankans,” segir Henrik Normann, forstjóri og framkvæmdastjóri Norræna fjárfestingarbankans.
Frá 1988 hefur Norræni fjárfestingarbankinn staðið fyrir þrettán lánaáætlunum í samvinnu við Byggðastofnun fyrir alls 135 milljónir evra.
Byggðastofnun er ríkisstofnun sem hefur það að markmiði að efla fjárfestingu og uppbyggingu atvinnulífs í dreifbýli Íslands. Af 350 núverandi skjólstæðingum Byggðastofnunar starfa 30% við ferðaþjónustu, 22% í sjávarútvegi, 18% í almennum iðnaði og 11% í landbúnaði.
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn fær hæstu mögulega lánshæfiseinkunn, AAA/aaa, hjá helstu matsfyrirtækjunum, Standard & Poor’s og Moody’s.
Frekari upplýsingar veitir
Sari Cabell, útlánastjóri á lánasviði, í síma +358 10 618 0519,
Dimitrijs Alehins, Senior Communications Specialist, í síma +358 10 618 0296,