18 Dec 2014

Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar stækkun Keflavíkurflugvallar

Extention to the passenger terminal at the Keflavik International Airport. Visualisation: Isavia ohf.

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) og Isavia ohf. hafa gert með sér lánasamning að upphæð 32 milljónir evra (um 5 milljarðar íslenskra króna) vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli til þess að auka afköst flugvallarins.

Fjárfest verður í nýjum búnaði til flugverndar, stækkun á komu- og innritunarsvæðum, flugvélastæðum, endurbótum á flugbrautum og leiðsögukerfum auk annarra framkvæmda. Alls eru fyrirhugaðar afkastaaukandi fjárfestingar fyrir 100 milljónir evra (15 milljarða króna) til ársins 2016, sem ætlað er að auka afkastagetu flugvallarins.

„Farþegum á Keflavíkurflugelli hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin. Fyrirhugaðar fjárfestingar sem Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar að hluta munu koma til móts við aukna eftirspurn eftir þjónustu og auka möguleika á samkeppni flugfélaga í flugi til og frá Íslandi,“ segir Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans.

„Miklar fjárfestingar eru nauðsynlegar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta síauknum kröfum um aukna afkastagetu og þjónustu. Áætlað er að gerð aðalskipulags og þróunaráætlunar fyrir flugvöllinn ljúki á næsta ári og þá skýrist betur hvaða leið verður farin til þess að mæta langtímaþörfum flugvallarins og notenda hans. Við fögnum samstarfinu við Norræna fjárfestingarbankann og teljum það fyrirtækinu til framdráttar að vera með svo öflugan bakhjarl sem lánveitanda“, segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

Isavia, hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi. Félagið stýrir jafnframt flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu, sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og felur m.a. í sér loftrýmið yfir Grænlandi og stóran hluta Norður-Atlantshafsins. Á árinu 2014 hefur Isavia þjónustað um 20 alþjóðaflugfélög á Keflavíkurflugvelli, sem fljúga reglulega á milli Íslands, Evrópu og Norður-Ameríku.

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn fær hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, AAA/Aaa hjá leiðandi matsfyrirtækjunum Standard & Poor’s og Moody’s.

Frekari upplýsingar veita
Stefán Jón Friðriksson, útlánastjóri á lánasviði, í síma +358 50 311 1050,

Dimitrijs Alehins, sérfræðingur á samskiptasviði, í síma +358 40 533 8779,

Related resources

17 Dec 2014

Isavia ltd

EUR 32 million

Article

9.2.2015

Isavia CEO: Iceland airport expansion signals brighter future

Article

20.11.2017

Visitors boost economic recovery in Iceland