RARIK

15 Feb 2023

Norræni fjárfestingarbankinn eflir öryggi rafmagnsveitu á Íslandi

Norski fjárfestingarbankinn og íslenska orkufyrirtækið RARIK ohf. hafa undirritið 20 milljón evra lánasamning til að fjármagna lögn jarðstrengja í staðinn fyrir loftlínur frá árunum 2022-2024 til að efla öryggi rafmagnsveitu í þéttbýli og dreifbýli á Íslandi.

Lánið er til 15 ára og mun tryggja fjármögnun fjárfestinga RARIKS í dreifikerfum og rafstöðvum bæði í dreifbýli og þéttbýli á árunum 2022-2024. Markmið RARIK er að koma öllu dreifikerfinu í jörð fyrir 2035.

Aukin notkun jarðstrengja í staðinn fyrir loftlínur gerir dreifikerfið veðurþolnara og orkunýtni betri. Þar af leiðandi mun fjárfestingaverkefnið efla öryggi rafveitunnar með því að minnka líkurnar á rafmagnsleysi af völdum t.d. veðurtruflana.

„RARIK hefur verið leiðandi í íslenskri rafveitu í yfir 75 ár og þökk sé stöðugu starfi þeirra við uppbyggingu á viðamiklu og áreiðanlegu dreifikerfi getur sífellt fleira fólk notið góðs af öruggari rafveitu,“ sagði André Küüsvek, forseti og framkvæmdastjóri Norræna fjárfestingarbankans.

RARIK ohf. er opinbert dreifikerfi raforku í eigu ríkisins. Meginhlutverk fyrirtækisins er að dreifa raforku og það hefur unnið markvist að því að byggja upp dreifikerfi í dreifbýli Íslands. Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn er með hæstu mögulegu lánshæfiseinkunninna, AAA/Aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjunum Standard & Poor’s og Moody’s. www.nib.int

Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við

Kari Jaukkuri, Senior Banker, Public Sector & Utilities í síma +358 10 618 0237, Kari.Jaukkuri@nib.int

Iiris Anttalainen, Associate Communications Officer, í síma +358 10 618 0258, Iiris.Anttalainen@nib.int

Related resources

06 Feb 2023

RARIK ohf

EUR 20 million