Hellisheiðarvirkjun - Orkuveita Reykjavikur

27 Nov 2020

NIB fjármagnar raforkuframleiðslu og -dreifingu á Íslandi

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) veitir íslenska veitufyrirtækinu Orkuveita Reykjavíkur lán til 15 ára til að fjármagna fjárfestingaráætlun við að bæta jarðvarmavinnslu og dreifikerfi raforku á Íslandi.

Lánið, sem hljóar upp á 80 miljónir dollara (67,52 miljónir evra) mun að hluta fjármagna nýjar viðbótar- og niðurdælingarholur, nýjar tengingar á gufulögnum, nýja verkstæðisbyggingu sem og stækkun á stöðvarhúsi gufuaflsvirkjunarinnar á Hellisheiði. Borun á viðbótarholum er reglubundinn aðgerð til að viðhalda afköstum jarðvarmavirkjana.

Í Nesjavallavirkjun felast verkefnin einkum í að bora nýjar viðbótarholur, að uppfæra heildarstýrikerfi og skipta út búnaði í gufuaflsstöðvum.

Lánið verður jafnframt notað til að fjármagna endurbætur á raforkudreifikerfinu, endurnýja gamlan búnað í dreifikerfinu, rafvæða hafnarsvæði og uppsetningu snjallmæla. Rafvæðing hafnarinnar gerir notendum kleift að tengja skip við rafmagn í landi og þar með draga úr mengun frá skipum sem ganga fyrir dísiafli þegar þau liggja við festar.

Orkuveita Reykjavíkur sér viðskiptavinum sínum fyrir rafmagns-, fjarhita-, drykkjarvatns-, frárennslis- og ljósleiðarakerfi. Í lykilþáttunum, rafveitu og fjarhitun, þjónar fyrirtækið meira en helmingi íbúa Íslands. Fyrirtækjasamstæðan á og rekur þrjú orkuver, jarðvarmaorkuver á Nesjavöllum og Hellisheiði og vatnsaflsvirkjunina Andakílsárvirkjun, með samanlögð raforkuafköst upp á 431 MW. Orkuveita Reykjavíkur er í eigu Reykjavíkurborgar (93,54%), Akraneskaupstaðar (5,53%) og Borgarbyggðar (0,93%).

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. NIB er með hæsta mögulega lánshæfismatið, AAA/Aaa, hjá leiðandi lánshæfismatsstofnununum Standard & Poor’s og Moody’s.

Nánari upplýsingar fást hjá
Kari Jaukkuri, yfirmaður lánadeildar, Sími +358 10 618 0237, kari.jaukkuri@nib.int

Arild Moen, yfirmaður samskiptamála, Sími+358 10 618 0496, arild.moen@nib.int

Related resources

26 Nov 2020

Orkuveita Reykjavíkur

EUR 67.52 million

Article

3.11.2023

The future in your hands: Iceland pioneering carbon direct air capture