NIB styður fjármögnun verkefna sveitarfélaga á Íslandi

17.12.2025 Press release
Photo: Annie Spratt - Unsplash

NIB og Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (Municipality Credit Iceland Plc.) hafa undirritað samning um 7 ára lánafyrirgreiðslu að upphæð 3,5 milljarðar króna til að fjármagna verkefni sveitarfélaga á Íslandi.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LS) einbeitir sér að því að veita íslenskum sveitarfélögum fjármögnun á hagstæðum kjörum. Á undanförnum árum hefur LS lánað til fjölbreyttra verkefna, þar á meðal skóla og leikskóla, íþróttamannvirkja, hitaveitu, félagslegra íbúða og sorphirðu.

Lánið frá frá NIB verður endurlánað  til verkefna sem samræmast hlutverki NIB. Verkefnunum er ætlað  að auka svæðisbundna framleiðni, bæta mannauð og styðja við langtíma vöxt.

„Þetta lán gefur NIB tækifæri til að styðja við fjármögnun verkefna sveitarfélaga á Íslandi sem annars væru of lítil til beinnar lántöku,“ sagði André Küüsvek, forseti og forstjóri NIB.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf., stofnaður árið 1967, hefur það meginhlutverk að veita lán til íslenskra sveitarfélaga, stofnana þeirra og fyrirtækja. Sjóðurinn er alfarið í eigu allra 62 sveitarfélaga á Íslandi, og lántökur takmarkast við aðila sem eru að fullu í eigu sveitarfélaga eða sameiginlega með ríkissjóði.

NIB er alþjóðleg fjármálastofnun Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn fjármagnar verkefni á Norðurlöndunum og Eystrasaltssvæðinu sem stuðla að aukinni framleiðni og  koma umhverfinu til góða.. Höfuðstöðvar bankans eru í Helsinki en auk þess hefur bankinn svæðismiðstöð í Riga. NIB er með hæsta mögulega lánshæfismatið AAA/Aaa, hjá S&P Global Ratings og Moody’s.

Auknar upplýsingar veitir:

Joakim Häger, æðsti bankamaður, +358 10 618 0439, joakim.hager@nib.int

Tommy Hellström, upplýsingafulltrúi, +358 10 618 0214, tommy.hellstrom@nib.int

Related resources

Iceland • 16.12.2025

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (Municipality Credit Iceland).

EUR 23.8 million