Ljósmynd: Landsnet hf.

14 Jun 2021

Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar mikilvægar styrkingar í flutningskerfi endurnýjanlegrar raforku á Íslandi

NIB hefur undirritað tíu ára lánasamning við Landsnet hf., til að fjármagna framkvæmdir sem ætlað er að auka flutningsgetu rafmagns, auka afhendingaröryggi og bæta orkunýtingu.

Lánið, að fjárhæð 50 milljónir Bandaríkjadala, er til að fjármagna tvö af framkvæmdaverkefnum Landsnets sem miða að því að stækka 220 kV flutningskerfið á norðausturhluta Íslands og að styrkja flutningskerfi landsins í heild sinni.

Markmiðið með framkvæmdunum er að auka afhendingaröryggi rafmagns, bæta orkunýtingu og auka flutningsgetu. Núverandi 132 kV línur eru 50 ára gamlar og geta þeirra til að tengja nýja notendur við flutningskerfið er takmörkuð.

Fyrra verkefnið er Kröflulína 3, lagning 121 km langrar línu á milli Kröflu og Fljótsdals. Framkvæmdirnar fela í sér viðbætur á 220 kV tengivirki í Kröflu sem og stækkun á 220 kV tengivirki í Fljótsdal. Framkvæmdir hófust 2019 og mun ljúka 2022.

Seinna verkefnið er Hólasandslína 3, lagning 62 km langrar 220 kV loftlínu og 10 km langs jarðstrengs á milli Akureyrar og Hólasands, að meðtöldum nýjum 220 kV tengivirkjum á Rangárvöllum og Hólasandi. Framkvæmdir hófust 2020 og mun ljúka 2022.

„Þessar framkvæmdir auka afhendingaröryggi rafmagns og hafa í för með sér ávinning fyrir íslenskt efnhagslíf með aukinni flutningsgetu og bættri orkunýtingu. Framkvæmdirnar stuðla að því að fjarlægja flöskuhálsa í kerfinu sem hamla flutning endurnýjanlegrar orku milli landssvæða,“ segir André Küüsvek, forstjóri Norræna fjárfestingabankans.

Árið 2017 lánaði Norræni fjárfestingarbankinn Landsneti 50 milljónir Bandaríkjadala til að fjármagna framkvæmdir sem tengdu virkjunina að Þeistareykjum við flutningskerfið, sem og við iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavík. Lánið var einnig nýtt til að styrkja flutningskerfið í Skagafirði og á Snæfellsnesi.

Landsnet hf. annast flutning raforku á Íslandi, uppbyggingu og rekstur flutningskerfisins, og stýringu raforkukerfisins. Flutningskerfið samanstendur af 3.300 km af flutningslínum og 240 km af jarðstrengjum með 66-220 kV spennu, ásamt 75 tengivirkjum. Landsnet er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins í gegnum Landsvirkjun (65%), Rarik (23%), Orkubú Vestfjarða (6%) og Reykjavíkurborgar í gegnum Orkuveitu Reykjavikur (7%). Flutningskerfið flytur raforku frá framleiðendum til dreifiveitna og stórnotenda.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn fær hæstu mögulega lánshæfiseinkunn, AAA/aaa, hjá helstu matsfyrirtækjunum, Standard & Poor’s og Moody’s.

Nánari upplýsingar fást hjá
Kari Jaukkuri, viðskiptastjóri, í síma +358 10 618 0237, kari.jaukkuri@nib.int
Niina Rantti, samskiptafulltrúi, í síma +358 10 618 0265, niina.rantti@nib.int

 

Related resources

11 Jun 2021

Landsnet hf.

EUR 42 million