Norræni fjárfestingarbankinn

Alþjóðlega fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

 

 

Markmið Norræna fjárfestingabankans er að stuðla að velmegun og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Norræni fjárfestingabankinn fjármagnar verkefni sem auka framleiðni og bæta umhverfið á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Aukin efnahagsleg samvinna milli landanna er mikilvægur liður í starfsemi bankans. Til að stuðla að aukinni framleiðni í aðildarríkjum Norræna fjárfestingabankans skal í verkefnum sem fjármögnuð eru af bankanum lögð áhersla á:

  • Tækniframfarir og nýsköpun
  • Mannauð og jöfnun efnahagslegra tækifæra
  • Bættra innviði
  • Skilvirkni markaða og viðskiptaumhverfis

Hvað umhverfið varðar, lánar Norræni fjárfestingabankinn til verkefna sem stuðla að:

  • Minni mengun
  • Fyrirbyggandi aðgerðum
  • Hagkvæmari notkun auðlinda
  • þróun vistvænni orkutækni
  • Minni loftlagsbreytingum

Bankinn býður viðskiptavinum sínum í einkageiranum sem og opinberum aðilum langtímalán og ábyrgðir á markaðs kjörum. Verkefni sem til greina kemur að fjármagna eru metin með sjálfbærni í huga.

NIB HQ Helsinki

Norræni fjárfestingabankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til aðila jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. 

Norræni fjárfestingabankinn fjármagnar útlanastarfsemi sína með því að lána á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Skuldabréf bankans fá hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn.