NIB Nordic Investment Bank

Article

8 Feb 2017

NIB fjármagnar rannsóknir og þróun á stoðtækjum og stuðningsvörum á Íslandi

Össur
Image: Össur.

NIB og Össur hf. (Össur), íslenskt fyrirtæki sem þróar og framleiðir stoðtæki og stuðningsvörur, hafa skrifað undir sjö ára lánasamning að fjárhæð 50 milljónir evra til að fjármagna að hluta rannsóknar- og þróunarstarf fyrirtækisins á árunum 2016–2019 og til að endurfjármagna kaup á stoðtækjafyrirtækinu Touch Bionics.

Rannsóknar- og þróunarstarf Össurar miðar að því að finna nýjar lausnir á sviði stoðtækja og stuðningsvara.

Össur hefur náð miklum árangri á sviði rannsókna og þróunar og þessi nýja fjárfesting mun bæði auðvelda aukningu vöruframboðs og styðja við vöxt og framleiðni. Helsta rannsóknar- og þróunardeild Össurar er í Reykjavík, en þar starfa ríflega þrír fjórðu hlutar starfsmanna deildarinnar.

Auk rannsóknar- og þróunarkostnaðar mun lánið verða nýtt að hluta til að endurfjármagna kaup Össurar á Touch Bionics, sem er skoskur framleiðandi gervihanda. Gengið var frá kaupunum í apríl 2016. Kaupin gera fyrirtækinu kleift að bjóða viðskiptavinum á stoðtækjamarkaðnum upp á heildstætt úrval vélrænna stoðtækja.

„Þessi fjárfesting í rannsóknar- og þróunarstarfi sem fram fer á Íslandi auk kaupanna á fyrirtækinu Touch Bionics, mun efla vöruþróun Össurar. Hún mun jafnframt stuðla að áframhaldandi forystu fyrirtækisins á alþjóðamarkaði bæði fyrir vélræna gervifætur og -hendur auk lausna fyrir spelkur og stoðtæki“, segir Thomas Wrangdahl, forstöðumaður lánasviðs bankans.

Össur er leiðandi fyrirtæki á sviði stoðtækja og er með höfuðstöðvar í Reykjavík á Íslandi. Fyrirtækið er með starfsemi í 20 löndum og hjá því starfa yfir 2.800 manns um allan heim.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn fær hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn, AAA/Aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjum, Standard & Poor’s og Moody’s.

Frekari upplýsingar veita:
Nicolas Audibert, yfirmaður atvinnugreina og þjónustu, í síma +358 10 618 0689,

Lisa-Maria Altenberger, samskiptasviði, í +358 10 618 0234,

 
  • AR2016

News

NIB signs loan agreement with Husqvarna for R&D investments

A seven-year maturity loan agreement to finance Husqvarna AB's R&D investments 2017–2019.

5 Jan 2018

NIB opens 2018 Kauri market with NZD 400m transaction

The Bank's five-year NZD 400 million transaction has become inaugural in the New Zealand bond market this year.

5 Jan 2018

Category A project for disclosure

In accordance with its Sustainability Policy and Guidelines, NIB publishes information on the construction and upgrade of National Road 3/25 in Hedmark, Norway. The information is available for 30 days starting from 22 December 2017.

22 Dec 2017


MORE NEWS

Related News

NIB funds prosthetic and orthotic R&D in Iceland

A loan to Össur, an Icelandic developer of orthopaedic solutions, will finance in part the company’s R&D programme during 2016–2019 and to re-finance the acquisition of Touch Bionics.

8 Feb 2017


MORE NEWS

Related loans


MORE LOANS

Related articles