28 Jun 2017

Norræni fjárfestingabankinn veitir Landsbankanum nýtt lán til fjármögnunar lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Norræni fjárfestingabankinn og Landsbankinn hafa skrifað undir nýjan 7ára lánasamning að upphæð 75 milljónir bandaríkjadala (66.5 milljónir evra) til að endurlána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og umhverfistengdra verkefna á Íslandi.

Hið 7 ára lán verður notað til að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum, svo sem fiskveiðum og -vinnslu, almennum iðnaði, ferðamanna iðnaði og byggingar atvinnuhúsnæðis. Einstakar lánveitingar úr sjóðnum verða ákveðnar á grunni þess hve vel þær falla að því markmiði Norræna fjárfestingabankans að efla samkeppnishæfni og bæta umhverfi aðildarríkja bankans.

Þetta er annað lánið sem Norræni fjárfestingabankinn veitir Landsbankanum. Fyrra lánið, sem samþykkt var árið 2015, hefur að fullu verið endurlánað í samræmi við stefnu Norræna fjárfestingabankans.

„Samstarf okkar við Landsbankann við að ná til lítilla og meðalstórra íslenskra fyrirtækja hefur verið mjög árangursríkt, og það gleður okkar að halda því áfram með nýju láni,“ segir Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingabankans.

„Lánasamningurinn við NIB rennir styrkari og fjölbreyttari stoðum undir erlenda fjármögnun Landsbankans. Með samningnum er staðfest, enn og aftur, að bankinn nýtur aukins trausts meðal erlendra lánveitenda. Samvinnan við NIB hefur verið árangursrík og mun hún halda áfram að koma viðskiptavinum okkar til góða ásamt því að styðja vel við samfélagsstefnu bankans,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Landsbankinn hf. er stærsti banki Íslands og býður upp á alhliða bankaþjónustu. Bankinn var stofnaður árið 2008 og er að meirihluta í eigu íslenska ríkisins.

Norræni fjárfestingabankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn fær hæstu mögulega lánshæfiseinkunn, AAA/aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjum, Standard & Poor’s og Moody’s.

Frekari upplýsingar fást hjá

Sari Cabell, starfsmanni útlánasviðs, í síma +358 10 618 0519,

Lisa-Maria Altenberger, upplýsingafulltrúa, í síma +358 10 618 0234,

Related resources

27 Jun 2017

Landsbankinn hf.

EUR 66.55 million