Isavia ohf.

25 May 2023

NIB fjármagnar nýja austurálmu flugstöðvarinnar í Keflavík

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) og Isavia ohf. hafa samið um lán til tíu ára að fjárhæð 50 milljóna evra, eða sem nemur jafnvirði um 7,5 milljörðum íslenskra króna, vegna byggingar  nýrrar austurálmu flugstöðvarinnar í Keflavík.

Nýja byggingin mun bæta 23 þúsund fermetrum við núverandi flugstöð og þannig stækka hana um 30%. Verkefnið er hluti af áætlun Isavia frá árinu 2014 um stækkun flugvallarins sem miðar að því að bæta upplifun farþega og auka afkastagetu hans vegna vaxandi farþegafjölda til og frá Íslandi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin fái framúrskarandi einkunn á grundvelli BREEAM vottunarkerfisins og verði að fullu lokið árið 2024.

Keflavíkurflugvöllur er stærsti flugvöllur Íslands og helsta miðstöð landsins fyrir millilandaflug. Gert er ráð fyrir að bygging austurálmunnar muni bæta aðstöðu ferðamanna, auka afkastagetu flugvallarins í heild og styðja við vöxt ferðaþjónustu og flugiðnaðar á Íslandi. Lánasamningur NIB og Isavia mun stuðla að farsælli þróun stækkunarverkefnisins og áframhaldandi vexti og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.

Auk þess að bera ábyrgð á uppbyggingu og rekstri allra opinberra flugvalla á Íslandi, annast Isavia einnig stjórn flugumferðarsvæðis Íslands sem nær yfir 5,4 milljónir ferkílómetra, þar með talið Grænlands og stórs hluta af flugi yfir Norður-Atlantshaf. Keflavíkurflugvöllur þjónar um 28 alþjóðlegum flugfélögum sem stunda reglulegt flug milli Íslands, Evrópu og Norður-Ameríku.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn er með hæstu mögulegu lánshæfiseinkunninna, AAA/Aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjunum Standard & Poor’s og Moody’s. 

Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við


Stefán Jón Friðriksson, lánastjóra á sviði innviða, samgangna og fjarskipta í síma +358 50 3111 050, Stefan.Fridriksson@nib.int

David B Rasmusson, Communications, í síma +358 50 476 3071, David.Rasmusson@nib.int

Related resources

16 May 2023

Isavia ohf.

EUR 50 million